OPIÐ Í SKELJANESI 12. ÁGÚST
Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. ágúst
kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.
Grímuskylda verður í húsnæðinu í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs.
Fjarskiptaherbergi verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð. Kaffiveitingar verða ekki í boði.
Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
(Andlitsgrímur og handspritt eru í boði við inngang).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!