ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 21.-22. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður inn á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (19. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri.
Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina. Hann áformar að verða við vitann til undirbúnings strax annað kvöld (föstudag) og reiknar með að verða á staðnum einnig á laugardag.
Hann hlakkar til að sjá sem flesta félaga á staðnum og nefnir, að menn geti komið með eigin tæki og búnað og tengt við rafmagn og loftnet þar á staðnum. Svanur er með GSM númerið 837-9000 ef menn hafa fyrirspurnir.
Bestu þakkir til Svans fyrir gott framtak.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!