,

TF3AB VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir þessa helgi, 21.-22. ágúst.

Svanur Hjálmarsson, TF3AB virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni. Andrés Þórarinsson, TF3AM heimasótti hann í kaffi í gær (21. ágúst) og fylgir frásögn hans sem hann birti á FB hér á eftir.

“Vitahelgin er um þessa helgi. Svanur, TF3AB var mættur við Knarrarósvita með sitt hjólhýsi og fortjald og hafði sett upp þessa fínu stöð. Tækin eru öll í færanlegum og sterkbyggðum skáp og þarf einungis að tengja 230V og loftnet við og þá er allt tilbúið.  Úti var vertikall með SGC 230 „autótjúner“ svo og dípóll á priki.  Á myndinni situr Svanur við tækin og unir sér hið besta. 

Aðrir gestir á þessum tíma voru Þór, TF1GW svo og Benedikt, TF3T sem skaust sem snöggvast frá sinni fínu stöð í Mýri.  Þetta var góður  hópur.  Ekki má láta hjá líða að nefna þetta fína spjall, svo og kaffi „und alles“; já og skonsur sem Þór kom með og hafði sjálfur og í eigin persónu útbúið fyllinguna sem var ekkert venjuleg. Ég þakka góðar móttökur”.

Þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF3AM fyrir þessa skemmtilegu frásögn ásamt ljósmynd.

Stjórn ÍRA.

Svanur Hjálmsson TF3AB virkjaði Knarrarósvita í Alþjóðlegu vita- og vitaskipahelginni. Hér er hann við tækin sem hann setti upp í fortjaldi við hjólhýsi sitt við vitann. Ljósmynd: Andrés Þórarinsson TF3AM.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

20 − eleven =