,

ÍSLENSKIR DXCC VIÐURKENNINGARHAFAR

Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 22 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt á heimasíðu og í 3. tbl. CQ TF 2020, bls. 14. Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2020/06/cqtf_34arg_2020_03tbl.pdf

Svo skemmtilega vill til, að DXCC viðurkenningarskjal Einars Pálssonar, TF3EA (1914-1973) fannst í fórum félagsins við tiltekt vorið 2021. Það var gefin út 8. mars 1949, er númer 412 og er fyrir „Mixed“ DXCC ásamt uppfærslumiða í 110 einingar sama dag. Líkur benda til, að DXCC viðurkenning TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa.

Einar virðist hafa verið virkur strax/fljótlega eftir útgáfu leyfisbréfs, en fyrsta reglugerðin um starfsemi radíóamatöra var gefin út af Póst- og símamálastjórninni 7. febrúar 1947.  Til marks um virkni Einars, geta heimildir m.a. um að hann hafi tekið þátt í fyrstu CQ World Wide DX keppninni árið 1948 (bæði í tal- og morshlutanum).  Þess má geta, að TF3EA var handhafi leyfisbréfs nr. 1 á Íslandi, var fyrsti formaður ÍRA og fyrsti heiðursfélagi ÍRA.

TF kallmerki með DXCC skráningu: Virk skráning (14): TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3DT, TF3EK, TF3G, TF3IRA, TF3JB, TF3MH, TF3SG, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX. Óvirk skráning (3): TF3IM, TF3SV og TF2WLC. Eldri kallmerki með óvirka skráningu (5): TF3AR, TF3EA, TF3SG, TF3ZM og TF5TP.

Stjórn ÍRA.

.

DXCC viðurkenningaskjal Einars Pálssonar TF3EA frá 8. mars 1949 hefur nú verið sett í vandaðan viðarramma og verður hengt upp í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ekki er ólíklegt að þetta sé fyrsta DXCC viðurkenningin sem gefin var út til íslensks leyfishafa en Sigurður Finnbogason, TF3SF varð einnig handhafi DXCC á svipuðum tíma.
 
Þetta 72 ára gamla skjal sem fannst í fórum félagsins í vor, er ótrúlega vel varðveitt þótt það hafi líklega lent í raka (eins og merkja má af meðfylgjandi mynd). Viðurkenningin var veitt fyrir allar tegundir útgeislunar („Mixed“) og er númer 412. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =