,

SKEMMTILEGT OPNUNARKVÖLD

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mönnum. Sérstakur gestur okkar var Ralf Doerendahl, HB9GKR sem einnig heimsótti okkur s.l. fimmtudag. Hann var nýkominn til borgarinnar frá Vestfjörðum þar sem hann virkjaði SOTA tinda.

Ralf var mjög hrifinn af starfseminni hjá okkur, m.a. aðstöðunni í Skeljanesi og „sjakknum“ fyrir TF3IRA. Honum fannst afrek að gefa út félagsblað fjórum sinnum á ári (en nýjasta CQ TF lá frammi á stóra fundarborðinu). Hann er embættismaður USKA systurfélags ÍRA í Sviss og tók eftir að félagsblað þeirra „HB Radio“ [sem kemur út 6 sinnum á ári] var ekki að finna í bókaskápunum okkar. Hann segist ætla að fá því breytt þegar hann kemur heim. Annars fjörugar umræður um áhugamálið á báðum hæðum.

Alls mættu 24 félagar + 3 gestir þetta ágæta rigningarmilda fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Góðar umræður yfir kaffinu í leðursófasettinu. Óskar Sverrisson TF3DC, Garðar Valberg Sveinsson TF3YY, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón G. Guðmundsson TF3LM.
Sigurður Kolbeinsson TF8TN skoðar radíódótið. Til hægri: Ralf Doerendahl HB9GKR, Þórður Adolfsson TF3DT (snýr baki í myndavél) og Jón Svavarsson, TF3JON.
Jón Svavarsson TF3JON, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Georg Kulp TF3GZ ræða málin.
Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Bendikt Sveinsson TF3T, Garðar Valberg Sveinsson TF8YY, Jón Björnsson TF3PW, Baldvin Þórarinsson TF3-033, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Kristján Bendiktsson TF3KB og Mathías Hagvaag.
Jón G. Guðmunsson TF3LM í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Jón skoðaði m.a. viðtöku á 2 metra bandinu í viðtæki Karls Georgs Karlssonar, TF3CZ sem er yfir netið. Karl setti viðtækið upp 24. ágúst s.l. en það þekur 24-1800 MHz. QTH er Perlan í Öskjuhlíð í Reykjavík. Viðtækið er Airspy gerð R2 SDR. Loftnet er Diamond D-190. Vefslóð: http://perlan.utvarp.com/?fbclid=IwAR268BADYCqimpAbozFMfFi31mw3g4wjOGpV6Kpd6NThnd2VMKho1YRXLSE#freq=144800000,mod=nfm,secondary_mod=packet,sql=-150
Sigurður Harðarson TF3WS færði okkur radíódót í hús 16. september. Myndin sýnir hluta af dótinu, rúllur með 0,5 kvaðrata “bjölluvír” bæði einn og fleiri samþættir vírar. Einnig rúllur með 6-32 víra stýriköplum. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − 5 =