LOFTNETSVINNA Í SKELJANESI
Georg Kulp, TF3GZ vann í dag (6. október) að undirbúningi enduruppsetningar 160 metra loftnets TF3IRA, sem upphaflega var sett upp 26. júní s.l., en slitnaði svo niður í roki í ágústmánuði. Í gær tók hann niður gömlu festinguna og setti upp 5 metra hátt vatnsrör (á þakinu fyrir utan fjarskiptaherbergið á 2. hæð). Í dag lauk hann síðan við frágang á festingunni með því að ganga frá stagfestu í þakið sem verður mótvægi við væntanlegan loftnetsþráð.
Fyrirhuguð enduruppsetning gerir ráð fyrir að loftnetsþráðurinn liggi í „einu hafi“ í austsuðausturátt frá húsinu og endi í 6 metra háu vatnsröri sem verður reist í stað núverandi 4 metra rörs með samsíðafestingu við einn girðingarstaurinn sem þarna er (skammt frá dælustöðinni). Að sögn Georgs, er nýi loftnetsvírinn sem keyptur var hjá Ísfelli í Hafnarfirði gerður fyrir íslenskar aðstæður.
Áformað er að ljúka enduruppsetningu loftnetsins fyrir 160 metrana áður en tekið verður til við uppsetningu loftneta fyrir 80, 40, 60 og 30 metra böndin.
Stjórn félagsins þakkar Georg Kulp, TF3GZ fyrir frábært vinnuframlag.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!