,

GÓÐ SENDING FRÁ USKA

ÍRA barst í gær (17. nóvember) stór pakki frá landsfélagi radíóamatöra í Sviss, USKA. Um er að ræða árganga félagsblaðs þeirra, HBradio, fyrir árin 2016-2021.

USKA gefur út 6 tölublöð á ári og er hvert blað 50-80 bls. að stærð. Ný blöð munu hverju sinni berast til félagsins í pósti, það næsta í desember.

Blaðið veitir áhugaverða innsýn í viðamikið starf landsfélags radíóamatöra í Sviss. Greinar í blaðinu eru [mest] á þýsku, frönsku og ítölsku; en móðurmál meirihluta Svisslendinga er þýska.

HBradio mun liggja frammi á fimmtudagskvöldum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.

Erindi hefur verið sent til stjórnar USKA með þakklæti.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af sendingunni sem barst til félagsins frá USKA í gær. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 9 =