,

TRYGGVI G. VALGEIRSSON TF3TI ER LÁTINN

Tryggvi Garðar Valgeirsson, TF3TI hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Samkvæmt upplýsingum frá Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF1A og Hans Konrad Kristjánssyni, TF3FG andaðist hann á hjartadeild Landspítalans í gær, 5. janúar.

Tryggvi Garðar var á 57. aldursári; handhafi leyfisbréfs nr. 280.

Um leið og við minnumst Tryggva með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 3 =