VERKEFNIÐ Í HÖFN Í SKELJANESI
Aftur mættu menn í Skeljanes í birtingu í morgun, laugardaginn 15. janúar. Verkefni dagsins var að ljúka við að treysta loftnetsvirki TF3IRA. Það gekk eftir og var aðgerðum lokið um kl. 13. Turn, loftnet og rótor eiga því að standast íslenskt vetrarveður á ný.
Sigurður Harðarson, TF3WS hafði hannað og smíðað öflugan ramma sem boraður var á skorsteininn og náði utan um turninn. Hann var settur upp fyrir neðan strekkjarana (sbr. ljósmynd). Þeir Georg Kulp, TF3GZ hjálpuðust að við að setja upp og stilla búnaðinn.
Siggi hafði einnig smíðað nýjan og öflugri „hjálparfót“ í stað þess sem hafði verið settur upp til bráðabirgða daginn áður (sbr. ljósmynd). Veðuraðstæður voru hinar ákjósanlegustu, logn (að mestu) og -1°C frost.
Það voru þeir Georg Kulp, TF3GZ; Sigurður Harðarson, TF3WS og Jónas Bjarnason, TF3JB sem mættu á svæðið, auk Benedikts Sveinssonar, TF3T.
Þakkir til þessara félaga fyrir framúrskarandi góða aðkomu að verkefninu.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!