NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS
Í undirbúningi er námskeið til amatörprófs sem hefst á næstunni. Um verður að ræða 7 vikna námskeið með 20 kennsluskiptum (hvert er 3 kennslustundir).
Námskeiðið verður boðið bæði í stað- og fjarnámi. Stefnt er að prófi Fjarskiptastofu til amatörleyfis í byrjun maí n.k.
Áhugasamir eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum hér á heimasíðu ÍRA, www.ira.is
Vakin er athygli á nýju kennsluefni á vefsíðu Prófnefndar ÍRA: „Reglur um þráðlaus fjarskipti radíóamatöra, aðferðir og venjur í fjarskiptum“ eftir Kristinn Andersen, TF3KX. Vefslóð: http://www.ira.is/profnefnd/
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!