ARRL INTERNATIONAL DX SSB KEPPNIN
ARRL International DX keppnin 2022 á SSB verður haldin helgina 5.-6. mars. Þetta er tveggja sólarhringa keppni á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrunum.
Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tíma við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa 63 margfaldara á einu bandi.
Bandarískar og kanadískar stöðvar gefa upp skilaboðin: RS og skammstöfun fyrir ríki/fylki. Aðrar stöðvar (þ.á.m. frá TF) gefa upp RS og afl sendis.
Hvert ríki í Bandaríkjunum og hvert fylki í Kanada telja. Öll ríki í Bandaríkjunum gilda þannig sem margfaldarar nema KH6 og KL7 en “District of Columbia, DC” kemur inn sem margfaldari í keppninni.
48 ríki Bandaríkjanna (e. contiguous states) og „District of Columbia (DC)“.
14 fylki Kanada: VO1, VO2, NB, NS, PEI (VY2), VE2, VE3, VE4, VE5, VE6, VE7, VE8 (NWT), VY1 (YUK), VY0.
Með ósk um gott gengi,
Stjórn ÍRA.
Keppnisreglur: http://www.arrl.org/arrl-dx
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!