,

18 SKRÁÐIR Á NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Alls skráðu sig 18 á námskeið ÍRA til amatörprófs sem hefst í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 28. mars n.k.

Námsefni á prenti verður annarsvegar til afhendingar í HR (fyrstu kennslukvöldin) og hinsvegar póstlagt til þeirra sem verða í fjarnámi. Nánar verður haft samband við þátttakendur í tölvupósti með  upplýsingar um fyrirkomulag laugardaginn 26. mars.

Þátttakendur koma víða að og eru með búsetu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Sauðárkróki, Raufarhöfn, Þorlákshöfn og Hvolsvelli. Ein fyrirspurn barst frá Danmörku. Viðkomandi er áhugasamur og hyggst taka þátt í næsta námskeiði sem verður í boði yfir netið.

Hafi einhver misst af skráningu, hefur verið ákveðið að taka áfram við staðfestingum í dag, föstudaginn 25. mars.

Stjórn ÍRA.

Háskólinn í Reykjavík. Ljósmynd: HR.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × four =