,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 5. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 5. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Ómar Magnússon, TF3WK (OZ1OM) sem er á landinu um þessar mundir. Hann sýndi okkur m.a. Chamelion ferðaloftnet sem hann hefur notað með ágætum árangri undanfarið, m.a. frá Mývatni. Ómar er búsettur í Odense í Danmörku.

Ágæt skilyrði voru á HF böndunum og var félagsstöðin virkjuð samtímis á 20 metrum (TF3WK) og á 40 metrum (TF3VG).

Vel heppnað fimmtudagskvöld í vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 15 félagar í húsi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Ómar Magnússon TF3WK/OZ1OM og Valtýr Einarsson TF3VG.
Ómar sýndi okkur Chamelion ferðaloftnetið sem er gert fyrir öll bönd frá 160-6 metra, auk VHF og UHF. Margskonar aukabúnaðar fylgir með netinu, m.a. 18m langur vír sem gefur góða útkomu á lægri böndunum.
Ómar í sambandi við félagana í Odense frá TF3IRA. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =