VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT
VHF/UHF leikar félagsins fóru fram 1.-3. júlí. Alls var 21 kallmerki skráð til leiks en 19 sendu inn dagbókarupplýsingar. Niðurstöður voru eftirfarandi:
1. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 139.440 heildarstig.
2. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 64.125 heildarstig.
3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 55.440 heildarstig.
4. sæti Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM – 19.619 heildarstig.
5. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE – 15.540 heildarstig.
6. sæti Benedikt Sveinsson, TF3T – 9.870 heildarstig.
7. sæti Jón Óskarsson, TF1JI – 7.500 heildarstig.
8. sæti Erling Guðnason, TF3E – 6.642 heildarstig.
9. sæti Jón Guðmundsson, TF3LM – 5.985 heildarstig.
10. sæti Smári Hreinsson, TF8SM – 3.838 heildarstig.
11. sæti Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA – 3.696 heildarstig.
12. sæti Heimir Konráðsson, TF1EIN – 2.676 heildarstig.
13. sæti Georg Magnússon, TF2LL – 2.611 heildarstig.
14. sæti Jónas Bjarnason, TF3JB – 2.124 heildarstig.
15. sæti Björn Þór Hrafnkelsson, TF8TY – 1.428 heildarstig.
16. sæti Mathías Hagvaag, TF3MH – 800 heildarstig.
17. sæti Guðmundur Sveinsson, TF3SG – 36 heildarstig.
18. sæti Kristján Benediktsson, TF3KB – 6 heildarstig.
19. sæti Jón Þ. Jónsson, TF3JA – 4 heildarstig.
Hamingjuóskir til TF1AM, TF8KY og TF2MSN fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætununum. Þeir hljóta verðlaunagripi félagsins að launum.
Í ár eru einnig veittar viðurkenningar til þeirra þriggja þátttakenda sem höfðu fyrir flest sambönd í leikunum. Niðurstöður voru eftirfarandi:
1. Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 171 QSO.
2. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 140 QSO.
3. Eiður Kristinn Magnússon, TF1EIM – 121 QSO.
Hamingjuóskir til TF2MSN, TF8KY og TF1EM fyrir verðskuldaðan árangur í fyrstu þremur sætunum. Þeir hljóta viðurkenningar félagsins að launum.
Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns VHF/UHF leikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald. Síðast en ekki síst,bestu þakkir til félagsmanna fyrir góða þátttöku.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!