,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022

TF útileikarnir 2022 fara fram um verslunarmannahelgina, 30. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Sjá reglurnar neðar.

Heimilt er að hafa sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) – en áhersla er lögð á lægri böndin; 160m (t.d. 1845 kHz) 80m (t.d. 3637 kHz), 60m (t.d. 5363 kHz) og 40m (t.d. 7.120 kHz).

Fjarskiptastofa hefur fallist á beiðni ÍRA þess efnis, að veita leyfishöfum tímabundna heimild til að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum – án þess að þurfa að sækja sérstaklega um það til stofnunarinnar.

Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi Einars um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf

Dagbókareyðublöð

Vefslóð á dagbókareyðublað á Word-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.docx
Vefslóð á dagbókareyðublað á PDF-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.pdf

Sýnishorn af útfylltri keppnisdagbók: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-synishorn.pdf
Þetta er úr dagbók TF3IRA frá 2020, til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

(ATH. UPPFÆRÐAR UPPLÝSINGAR 25.7.2022).

————–

TF ÚTILEKAR, REGLUR 2022

Uppfærðar reglur útileikanna. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólar-hringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda,

1. Almennt

TF útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi, hefjast á hádegi á laugardegi og lýkur á hádegi á mánudegi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi. Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.

2. Bönd

Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að Fjarskiptastofa hefur heimilað þátttakendum að nota allt að 100W á 60 metra bandi í leikunum 2022.

3. Þátttökutímabil

17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag

Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi.

4. Upplýsingar

Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótarstig fæst ef einnig er skiptist á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc (sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ). RS(T) táknar læsileika, styrk og tóngæði merkis (tóngæði eru aðeins notuð á morsi). Afl er frá sendi í wöttum.

5. Stig

Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.

Einn margfaldari, sem fer eftir fjölda reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margfaldarinn ekki hærri en 6.

6. Loggar

Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, RS(T) sent, afl sent, QSO móttekið, QTH, RS(T) móttekið og afl móttekið.

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefnum. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is

Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

7. Annað

Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

(Reglur voru uppfærðar 24.7.2022).

Myndin er af verðlaunum og viðurkenningum í fjarskiptaviðburðum ÍRA. Í TF útileikunum er veittur glæsilegur verðlaunaplatti á viðargrunni í 1. verðlaun og skrautrituð viðurkenningaskjöl fyrir fyrstu 5 sætin. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − 1 =