,

TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA

TF útileikarnir byrja í dag, laugardag 30. júlí – á hádegi. Leikarnir standa í tvo sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag.

Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com

Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma. Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við að setja félagsstöðina í loftið og taka í hljóðnema og/eða morslykil. Heitt verður á könnunni.

Vefslóð á keppnisreglur: http://www.ira.is/tf-utileikar/
Vefslóð á heimasíðuna fyrir leikana: http://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar
Vefslóð á erindi TF3EK um útileikana: http://eik.klaki.net/tmp/utileikar18.pdf
Slóðin á innsláttarforrit er https://eik.klaki.net/cgi-bin/utileikar

Dagbókareyðublað á Word-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.docx
Dagbókareyðublað á PDF-sniði: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-2022.pdf
Sýnishorn af útfylltri keppnisdagbók: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/07/Loggur-TF-utileikar-synishorn.pdf 
Þetta er úr dagbók TF3IRA frá 2020, til glöggvunar fyrir þá sem ekki þekkja vel til.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × 1 =