,

TF1A Í SKELJANESI Á MORGUN, LAUGARDAG

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A verður með kynningu á Es’hail 2 / QO-100 gervitunglinu í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi laugardaginn 3. september kl. 14-17. Inntak kynningarinnar verður:

  • Hvernig setja má upp búnað til fjarskipta um QO-100 á ódýran hátt.
  • Hvernig koma má upp búnaði til viðtöku merkja frá QO-100 fyrir innan við 10 þús. krónur.

Ari mun m.a. setja upp búnað í salnum í Skeljanesi og sýna okkur hve auðvelt er að hafa sambönd með einföldum búnaði gegnum loftnet innandyra.

Hann kemur með það nýjasta, sem er DXTO M4-EX transverter fyrir QO-100 gervitunglið, en hann fékk sýningareintakið lánað í sumar á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen. Tækið vinnur sjálfstætt og breytir merkjum á 28 MHz upp á 2.4 GHz og frá 10.5 GHz niður á 28 MHz – þannig að tölva er óþörf.

Ari er nýlega kominn úr hringferð um Ísland með ferðabúnað sinn og hafði fjölda sambanda um QO-100 tunglið frá flestum reitum á landinu.

Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

TF1A tekur við DXTO M4-EX transverter‘num á Ham Radio sýningunni í Friedrichshafen 25. júní s.l
Daggeir Pálsson TF7DHP og Ari Þórólfur Jóhannessyni TF1A við QO-100 ferðaloftnet Ara þegar hann virkjaði gervitunglið frá hjólhýsi sínu á Akureyri í síðasta mánuði.
Mynd af tíðniskipan (bandplani) fyrir QO-100 sem verður í boði litprentað í Skeljanesi á laugardag.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 9 =