Nýir radíóvitar á 6 og 4 metrum
Nýir radíóvitar á 6 og 4 metrum, verkefnið kynnt á Grand hótel á fimmtudag.
Enn einu sinni ætlar Óli, TF3ML að leggja samfélagi radíóáhugamanna lið og leggur nú til tvo radíóvita sem settir verða upp í nágrenni Reykjavíkur. Annar sendir út á 4 m bandinu en hinn á 6 m bandinu. Kærar þakkir Óli.
Næstkomandi fimmtudagskvöld 16/2 verða Óli, TF3ML og Bo, OZ2M með kynningu á verkefninu. Sendarnir tveir verða til sýnis og skoðunar á kynningunni sem hefst kl. 19:00. Þeir félagar munu kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.
Kynningin verður á Grand hóteli kl. 19 á 13. hæð í sal sem heitir Útgarður. Léttar veitingar í boði TF3ML.
Fjölmennum og fögnum þessu frábæra framtaki. Munið kl. 19:00
ÍRA ætlar að hafa lokað í félagsheimilinu þetta kvöld en hvetur félagsmenn til að mæta á Grand hótel.
stjórn ÍRA
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!