,

VEGLEG GJÖF TIL ÍRA

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA var fulltrúi okkar í sumarbúðum IARU Svæðis 1 sem haldnar voru í borginni Karlovac í Króatíu 6.-13. ágúst s.l. Um var að ræða 10. sumarbúðir  „Youngsters On The Air“ verkefnisins.

Í lok dvalar var fulltrúum 25 landsfélaga IARU Svæðis 1 sem viðstaddir voru í Karlovac, afhent vegleg gjöf til ungmennastarfs í löndunum, Dell Vostro 15 3510 ferðatölva.

Elín tók við gjöfinni fyrir hönd ÍRA. Það er systurfélag okkar í Króatíu, Hrvatski Radioamaterski Savez (HRS) sem afhenti gjöfina og er formlega skráð sem gefandi. Elín mætti síðan á stjórnarfund í ÍRA þann 1. september með tölvuna ásamt sérstöku gjafabréfi HRS til félagsins.

Stjórn ÍRA samþykkti sérstakar þakkir til HRS fyrir veglega gjöf til ungmennastarfs félagsins á fundi sínum þann 1. september. Ennfremur voru samþykktar sérstakar þakkir til Elínar fyrir að takast á hendur ferðalagið til Króatíu án aðkomu félagssjóðs.

.

Skeljanesi 1. september. Elín Sigurðardóttir TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA heldur á nýju Dell Vostro fartölvunni. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − fifteen =