,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 10.-11. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst.

Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa QTC skilaboð punkta aukalega.

Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,  Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Sjá nánar í reglum:  https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 9 =