,

JAMBOREE ON THE AIR 2022

JOTA, Jamboree On The Air og JOTI, Jamboree On The Inernet viðburðirnir verða haldnir 14.-16. október. Þessa helgi standa radíóskátar um allan heim fyrir virkni á amatörböndunum og geta ungliðar í skátahreyfingunni fengið að tala í amatörstöðvar við aðra um heiminn, undir stjórn leyfishafa.

  • Kallmerkið TF1JAM verður sett í loftið frá skátamiðstöðinni að Úlfljótsvatni. Þau Andrés Þórarinsson, TF1AM og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VB standa fyrir viðburðinum. Guðmundur Sigurðsson, TF3GS verður einnig á staðnum með Hafnarfjarðarskátana og annast þátttöku þeirra frá TF1JAM.  
  • Kallmerkið TF3JAM verður sett í loftið frá Lækjarbotnaskála þar sem skátafélagið Landnemar verða með félagsútilegu. Arnlaugur Guðmundsson, TF3RD mun standa fyrir viðburðinum ásamt Hauki Konráðssyni, TF3HK.

JOTA fer [einkum] fram á þessum tíðnum á HF: SSB 3,650-3,700 MHz; 7,080-7,140 MHz; 14,100-14,125 MHz og 14,280-14,350; 21,350-21,450 MHz; og 28,225-28,400 MHz og CW: 3,560-3,800 MHz; 7,040-7,200 MHz; og 14,060-14,350. Þessar tíðnir eru valdar af radíóskátum með hliðsjón af alþjóðlegum keppnum sem fram fara um helgina, en þar er WAG keppnin stærst.

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Vefslóð-1: https://www.iaru-r1.org/2022/jota-joti-2022-jamborees-on-the-air-jamborees-on-the-internet/
Vefslóð-2: https://www.jotajoti.info/jota

Mynd frá skátamiðstöðinni við Úlfljótsvatn.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − 10 =