SKELJANES SUNNUDAG 16. OKTÓBER
Vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Sunnudag 16. október kl. 11:00 verður Yngvi Harðarson, TF3Y með umræðuþema á sunnudagsopnun: „Keppnir og keppnisþátttaka“.
Viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á hádegi, en húsið er opnaði kl. 10:30. Rúnstykki með kaffinu og vínarbrauðslengja frá Björnsbakaríi.
Sunnudagsopnanir (stundum nefndar „sófasunnudagar“) hafa verið skýrðar á þann veg að um sé að ræða fyrirkomulag menntandi umræðu á messutíma sem er hugsuð sem afslöppuð, þ.e. þar sem menn sitja með kaffibolla í stóra leðursófasettinu og ræða amatör radíó. Tiltekinn leyfishafi sem hefur staðgóða þekkingu á viðkomandi umræðuefni leiðir umfjöllun og svarar spurningum.
Félagsmenn eru hvattir til að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Þemað er áhugavert og fáir íslenskir leyfishafar hafa jafngóða þekkingu og reynslu hvað varðar alþjóðlegar keppnir og TF3Y.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!