FRÁBÆR MORSE-LAUGARDAGUR
Stefán Arndal, TF3SA og Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB stóðu fyrir viðburði á vegum félagsins í Skeljanesi laugardaginn 5. nóvember þar sem félagar mættu með morslykla sína í Skeljanes.
Nánast allar tegundir af lyklum á staðnum, nema „sagarblöð“ eins og Stefán Arndal, TF3SA orðaði það. Meðal annars: Lyklar frá Vibroplex (buggar, handlyklar og pöllur), M.P. Pedersen (handlyklar, mörg eintök), Begali (handlykill og pöllur), Kent (handlykill og pöllur), Hi-Mond (handlykill og pöllur), E.F. Johnson (handlyklar), W.M. Nye (handlyklar og pöllur), UR5CDS (CT-599 pöllur), Schurr (pöllur), Samson (ETM-4C rafmagnslykill), Heathkit (HD-1410 rafmagnslykill), ElectroInstrument (K8 rafmagnslykill og pöllur), Zoomer (Pico rafmagnslykill), „commercial“ handlyklar og pöllur af mörgum tegundum, m.a. frá Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og Rússlandi og síðast, en ekki síst glæsilegur Dyna Manitone handlykill frá Frakklandi.
Frábær dagur. Skemmtilegt að hlusta á sögur sem voru sagðar og tengjast hinum ýmsu lyklum, m.a. hvernig og hvar þeir höfðu verið keyptir og við hvaða verði – og hvers vegna menn telja að ákveðnir lyklar hafi gæði umfram aðra. Afar áhugavert að upplifa þá miklu þekkingu sem félagarnir búa yfir og tengjast búnaði til morsfjarskipta sem lifa góðu lífi á meðal radíóamatöra í dag um allan heim. Sérstakar þakkir til þeirra Stefáns og Sigurbjörns Þórs fyrir frábæran dag.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan sólskýra laugardag í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórnar ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!