FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI
Ný vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 17. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY með erindið: „Fjarhlustun á HF með Airspy+DiscoverySDR“.
Hrafnkell mun m.a. fjalla um reynslu af uppsetningu og notkun viðtækis yfir netið með aðra staðsetningu [en heima] m.a. til að auðvelda DX vinnu á lægri böndunum vegna truflana á heima QTH.
Félagsmenn eru hvattir til að láta erindi Kela ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar í fundarhléi.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!