,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. maí 2016.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3DC, TF3EK, TF8KY og TF3WZN

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Skipting stjórnar

TF3JA var kosinn formaður á aðalfundi, TF3EO var kosinn ritari á þessum stjórnarfundi. TF3EK var kosinn gjaldkeri. TF3DC og TF3WZN eru meðstjórnendurr. TF8KY og Jóhannes Hermannsson eru varamenn.

2. Stöðvarstjóri ÍRA

TF3WZN var kosinn stöðvarstjóri ÍRA.

3. Internet og heimasíðumál

TF3EO og TF3WZN taka að sér að kynna sér vefhýsingaraðila og þjónustu varðandi uppfærslu á heimasíðu ÍRA. TF3WZN leggur til að unnið verði á WordPress-grunni og haft samband við framsækna þjónustuaðila á því sviði.

4. Ritnefnd ÍRA

Stjórn ÍRA stefnir á að koma upp 3 manna ritnefnd ÍRA sem hefði umsjón með vefsíðu félagsins sem og útgáfu CQTF. Talað verður við nokkra aðlila sem gætu komið að verkinu. Einnig verður leitað að ritstjóra CQTF. TF3JA vill hvetja félagsmenn til þess að setja upp FaceBook síður sem eru tileinkaðar sérstökum hugðarefnum félagsmanna. (SOTA, Stuttbylgjustöðvar o.f.l.) ÍRA mun notfæra sér FB með auknum hætti.

5. 70 ára afmæli ÍRA

TF3JA leggur til að haft verði samband við 3 síðustu formenn ÍRA og leitast til um að þeir sjái að mestu um skipulagningu afmælisveislu ÍRA. Félagið á afmæli 14. ágúst og tilvalið að halda veislu, setja upp sýningu og sitthvað fleira í sambandi við afmælið. Huga þarf að endurnýjun fána ÍRA.

6. Viðburðir til kynningar ÍRA

TF3EO lagði til að Sjómannadagurinn og Flughátíðardagurinn verði notaðir til kynningar á ÍRA. Tengt verði þannig sögu Loftskeytamanna og radioamatöra við sjómennsku og flug. Þetta yrðu árvissir viðburðir. Lagt var til að sett yrði upp stöð í Varðskipinu Óðni í Sjómannasafninu (að fegnu leyfi) og stöðvar á Reykjavíkurflugvelli ef hægt er að verða við því. (Hægt væri að útbúa sérstök kallmerki sem væru í loftinu í nokkra daga í kringum atburðina). TF3JA lagði til að ÍRA yrði aftur með á Menningarnótt og reynt verður að setja eitthvað upp 17. Júní.

7 Fært til bókar

Fráfarandi ritari TF8KY færir TF3EO möppu, lykla og USB lykil. TF3JA er með aðra möppu í vörslu sinni.

TF3JA kynnti stjórnameðlimum SteppIr vertikalinn og stjórnbox hans.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 − 1 =