,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 21. JANÚAR

Ari Þórólfur, TF1A við mælingar á diskloftneti TF3IRA fyrir QO-100 gervitunglið í fjarskiptaherberginu í Skeljanesi.

Kynning verður í Skeljanesi laugardaginn 21. janúar kl. 14-16.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætir á staðinn og kynnir ódýrar lausnir til viðtöku merkja frá QO-100 gervihnettinum.

Hann sýnir hve einfalt, ódýrt og fljótlegt er að koma upp búnaði til viðtöku gegnum loftnet innandyra.

Kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi.

Til upplýsingar: Húsnæðið er á ný hlýtt og notalegt eftir að bilun í heitavatnslögn var lagfærð.

Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 3. september 2022. Frá erindi TF1A þar sem hann fjallaði um búnað til að ná merkjum frá (og senda) um QO-100 gervitunglið. Þar ræddi hann m.a. um mismunandi gerðir LNB (Low-Noise Block downconverter) sem er hluti af loftnetinu og er staðsett fyrir framan diskinn.
Mynd af bandskipan fyrir QO-100 gervitunglið.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 10 =