TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 21. JANÚAR
Kynning verður í Skeljanesi laugardaginn 21. janúar kl. 14-16.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætir á staðinn og kynnir ódýrar lausnir til viðtöku merkja frá QO-100 gervihnettinum.
Hann sýnir hve einfalt, ódýrt og fljótlegt er að koma upp búnaði til viðtöku gegnum loftnet innandyra.
Kaffi og bakkelsi frá Björnsbakaríi.
Til upplýsingar: Húsnæðið er á ný hlýtt og notalegt eftir að bilun í heitavatnslögn var lagfærð.
Hvetjum félagsmenn að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!