OPIÐ VAR Í SKELJANESI 26. JANÚAR
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 26. janúar.
Sérstakur gestur okkar var Erik Finskas, OH2LAK (TF3EY) sem er búsettur í Mankkaa í Espoo í Finnlandi.
Njáll H. Hilmarsson, TF3NH kom færandi hendi með gjöf til félagsins sem er plakat með mynd af jörðunni (e. great circle map) með með gráðusetningum og er miðjan Reykjavík. Heiti á þjóðlöndum eru innsett á íslensku. Bestu þakkir til Njáls fyrir hugulsemina og gott framtak. Hann er tilbúinn til að útvega fleiri eintök ef félagarnir hafa áhuga en framleiðslukostnaður er fimm þúsund krónur.
Alls mættu 18 félagar og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í léttri rigningu í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!