,

EUDX KEPPNIN 2023

EUDXCC (Eoropean Contest Club) boðar til 3. alþjóðlegu European Union DX keppninnar 2023.

Keppnin er opin radíóamatörum um allan heim og fer fram á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum á tali (SSB) og morsi (CW) helgina 4.-5. febrúar. Hún hefst kl. 12 á hádegi á laugardag og lýkur kl. 12 á hádegi á sunnudag.

Stöðvar í ESB senda: RS(T) + 2 bókstafi og 2 tölustafi (sem tákna land og hérað í ESB).
TF stöðvar senda: RS(T) + ITU svæði (TF er í ITU svæði 17).

Punktagjöf: QSO við stöðvar í löndum ESB=10; QSO innan TF= 2; QSO við stöðvar í öðrum löndum í Evrópu= 3; og sambönd við stöðvar í öðrum löndum heimsins=5 punktar.

Margfaldarar: Fyrir hvert samband við stöð í ESB á hverju bandi = 1.
Fyrir hvert samband við stöð á DXCC/WAE listum + IG9/IH9 á hverju bandi = 1.

Ath. að skoða í reglunum kóða fyrir stöðvar í löndum sem tengjast ESB löndunum Danmörku, Frakklandi og Hollandi, t.d. DK06 fyrir Færeyjar og Grænland;  FR20 fyrir Frönsku Polynesíu og NL13 fyrir Aruba, o.fl.  Frestur til að skila keppnisgögnum er til kl. 12 á hádegi 12. febrúar.

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Keppnisreglur: https://www.eudx-contest.com/rules/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =