,

TF3JB FÆR WPX AWARD OF EXCELLENCE

Jónas Bjarnason, TF3JB hefur fengið í hendur WPX AWARD OF EXCELLENCE viðurkenningu frá CQ tímaritinu. Viðurkenningin er dagsett 30. september 2022 en barst hingað til lands 1. febrúar 2023.

WPX Award of Exellence er æðsta viðurkenningin sem er í boði í WPX viðurkenningapakka CQ tímaritsins. Kröfurnar eru eftirfarandi: 1000 forskeyti MIXED og 600 forskeyti SSB og 600 forskeyti CW og að auki, allar sex meginlandauppfærslur og öll fimm HF bönd (80, 40, 20, 15 og 10 metrar). Sérstakir uppfærsluborðar (e. endorsement bars) eru fáanlegir fyrir DIGITAL, 160, 60, 30, 17, 12 og 6 metra böndin.

Í CQ TF, 1. tbl. 2023 er grein um WPX viðurkenningarnar (bls. 32). Vefslóð á blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2023/01/CQTF-2023-1.pdf

Tveir aðrir leyfishafar hér á landi eru jafnframt handhafar WPX Award Of Excellence, þeir Yngvi Harðarson, TF3Y og Guðlaugur Jónsson, TF8GX.

Hamingjuóskir til TF3JB.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × three =