BÚRI “TÍMABUNDIÐ Í REYKJAVÍK”
Endurvarpinn TF1RPE á fjallinu Búrfelli (Búri) sem ekki hefur verið auðvelt að opna allsstaðar frá á höfuðborgarsvæðinu, var tengdur um hlekk frá félagsstöðinni TF3IRA í Skeljanesi í dag, sunnudaginn5. febrúar. Tengingin er gerð í tilraunaskyni og til bráðabirgða og verður virk a.m.k. til næsta fimmtudagskvölds, 9. febrúar.
Félagið fékk að láni HYS stöð af gerðinni TC-8900R, sem er FM stöð með krossbandsgetu, m.a. á VHF og UHF. Stöðin er forrituð þannig, að þegar sent er út á 439.925 MHz (á Reykjavíkursvæðinu) tekur stöðin í Skeljanesi á móti sendingunni og áframsendir á 145.100 MHz, sem er inngangstíðni Búra á 2 metrum. Búri svarar síðan á 145.700 MHz. (Ath. ekki þarf tónkóðun þegar farið er inn á 70cm linkinn í Skeljanesi).
Samband við Búra er mjög gott frá Skeljanesi þar sem notað er VHF/UHF húsloftnet frá Diamond af gerðinni X-700HN.
Aðgangur að endurvarpanum TF1RPE er að öðru leyti óbreyttur fyrir þá sem geta opnað hann á tíðninni 145.700 MHz (-0,6 MHz) með 88,5Hz tónkóðun. Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir áhugaverða hugmynd og til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir gott frumkvæði að lána stöð og forrita og fyrir uppsetningu í Skeljanesi.
Félagsmenn eru hvattir til að gera tilraunir.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!