OPIÐ VAR Í SKELJANESI 16. FEBRÚAR
Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 16. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sambönd voru höfð frá félagsstöðinni TF3IRA á 20M SSB, m.a. til Suður-Ameríku.
Ef marka má áhuga og umræður um loftnet, er kominn vortilfinning í menn enda daginn tekið verulega að lengja og skilyrðin batna með degi hverjum á hærri böndunum. Töluvert var einnig rætt um DX-leiðangurinn til Bouvetøya, 3YØJ sem hafði alls um 19 þúsund sambönd.
Benedikt Sveinsson, TF3T hafði fartölvuna með sér og stjórnaði FlexRadio 6300 stöðinni á Stokkseyri á böndunum samanber meðfylgjandi ljósmynd.
Alls mættu 22 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld á miðvetri í frostlausu veðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!