,

10. stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. október 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZN, TF3DC og TF3NE.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Stjórnarfundir

Lagt er til að fimmtudagarnir 27. okt, 10. nóv., 24. nóv. og 15. des. verði fundardagar stjórnar.

Lagt er til að vinna einnig með tölvupóstssamskiptum.

2. Námskeið 2016

Stefnt er að því að auglýsa námskeið á næstunni. Unnið er að breytingum á námskeiðstilhögun frá því sem áður var. Námskeiðið verði þá vikunámsekið. 12 – 13 tímar á laugar- og sunnudegi og svo 3. tíma kvöldnámsekið fram að prófi. Ætlunin er að hefja námskeiðið 12. nóvember sem lyki með prófi 19. nóvember. Rætt var um tilhögun auglýsinga vegna námskeiðisins og nokkrir möguleikar ræddir. Rætt var um að fá umfjöllun um námskeiðið í Fréttablaðið, TF3JA mun fylgja málinu eftir. Einig var rætt um að fá afnot af umfjöllun þáttarins Landans á RÚV um ÍRA, TF3EO mun fara í málið.

3. Afmælisráðstefna

Rætt var um að halda afmælisráðstefnu fyrir áramót. Rætt var um að fá þar að góða fyrirlesara og bjóða t.d. Forseta Íslands á ráðstefnuna. Einnig var rætt um kynningarstörf almennt og hvort hægt væri að bjópa upp á kynningar um Radíóamatöra í skólum. TF3NE ætlar að setja nokkrar hugmyndir á blað. TF3EO vill bóka að tími til til ráðstefnuhalds fyrir áramót sé of naumur og leggur til að ráðstefnan verði haldin í lok janúar eða í byrjun febrúar 2017.

4. Heimasíðumál

TF3WZN hefur lagt mikla vinnu í endurhönnun á vefsíðu ÍRA. Sýndi hann stjórnarmönnum það sem komið er og rætt var um tillögur að forsíðuefni og valhnöppum. Vefsíðan er sett upp í WordPress kerfi sem gefur mikla möguleika til framtíðar. Mikið verk er framundan við að yfirfæra efni og greiða úr flóknum bakvef gömlu síðunnar. Nýja síðan er aðgengileg á www.dev.ira.is og óskar stjórn ÍRA eftir hugmyndum og ábendingum félagsmanna vegna síðunnar.

5. Endurskoðun Reglugerðar um starfsemi radíóáhugamanna 348/2004

TF3EK vinnur að tillögum að breytingum á Reglugerðinni. Tillögur að breytingum verða lagðar fyrir stjórn ÍRA fyrst, síðar verður hún kynnt prófnefnd og að lokum félagsmönnum öllum. Rætt var um hlutverk prófnefndar og tilgang. Prófnefnd á að veita uppýsingar um prófkröfur og námsefni. Prófnefnd er skipuð af stjórn ÍRA. Fundur með prófnefnd verður haldin miðvikudaginn 19. október þar sem m.a. tilhögun næsta námskeiðs verður kynnt.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 2 =