OPIÐ VAR Í SKELJANESI SUNNUDAG 12. MARS
Mathías Hagvaag, TF3MH og Jónas Bjarnason, TF3JB mættu á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 12. mars. Umræðuþema var: „Allt um QSL kort“ og var 15 bls. PowerPoint skjali dreift við upphaf fundar.
Farið var yfir framlagt efni sem skiptist í nokkra stutta kafla. M.a. sögulegan þátt þar sem kom fram að radíóamatörar hófu að senda QSL kort þegar árið 1916 og að QSL þjónusta hefur verið í boði á vegum ÍRA í 75 ár (frá 1948). Jafnframt var útskýrt hvernig QSL Bureau landsfélaga radíóamatöra um allan heim virka.
Mathías skýrði vel hvernig setja á upp QSL kort og hvaða lágmarksupplýsingar eru nauðsynlegar til að kort séu gild. Hann kom einnig inn á kortanotkunina, m.a. hvernig best er að svara og sækja staðfestingar. Einnig var farið yfir hvernig svara á kortum frá hlusturum. Ennfremur var töluvert rætt um hlutverk „QSL Manager“ sem eru leyfishafar sem taka að sér að annast svör fyrir hönd annarra radíóamatöra á kortabeiðnum.
Mörg góð „komment“ og spurningar leiddu til skemmtilegra umræðna sem stóðu allt til kl. 13:15 þegar húsið var yfirgefið. Alls mættu 11 manns (7 félagar og 4 gestir) í Skeljanes þennan ágæta sunnudagsmorgun í 9°C frosti í sólríkri norðanátt í vesturbænum í Reykjavík. Þakkir til TF3SB fyrir ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!