TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM
Páskaleikarnir hófust í gær, 7. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.
Félagsstöðin TF3IRA hefur verið QRV í dag, laugardag 8. apríl frá kl. 09. Við reiknum með að verða í loftinu fram undir kl. 16:00. Að öllum líkindum verður TF3IRA einnig QRV á morgun, sunnudag.
Stöðin er virk á 70cm og 2M (FM), 4M (SSB og CW), 6M (SSB og CW) og á 3.637 MHz (SSB og CW).
Þegar þetta er skrifað hafa alls 20 TF kallmerki verið skráð í Páskaleikana. Ath. að það er hægt að nýskrá sig allan tímann á meðan leikarnir stand yfir. Vefslóð: http://leikar.ira.is/paskar2023/
Hvetjum til þátttöku, þótt ekki verði nema hluta úr degi!
Stjórn ÍRA.
Njáll H. Hilmarsson TF3NH virkjar TF3IRA í páskaleikunum 2023.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!