,

NÁMSKEIÐIÐ FYRSTU SKREFIN

Óskar Sverrisson, TF3DC og Guðmundur V. Einarsson, TF3VL mættu í Skeljanes fimmtudaginn 13. apríl kl. 17:00.

Verkefni dagsins var að fara yfir hvernig best er að standa að því að fara í loftið en Guðmundur stóðst amatörpróf til G-leyfis í maí í fyrra (2022) og var nýlega kominn til landsins erlendis frá, þar sem hann festi m.a. kaup á ICOM IC-718 HF stöð ásamt búnaði.

Að lokinni tveggja tíma yfirferð í fjarskiptaherbergi ÍRA þar sem m.a. voru höfð sambönd á SSB, CW og Digital, tók við klukkutími til viðbótar þar sem nýtt IC-718 tæki TF3VL var tengt við loftnet félagsins og prófað. Guðmundur er væntanlegur í loftið innan skamms.

Þakkir til Óskars Sverrissonar, TF3DC fyrir að standa að námskeiðinu og bjóðum Guðmund V. Einarsson, TF3VL velkominn í loftið.

Stjórn ÍRA.

Guðmundur V. Einarsson TF3VL stillir ICOM IC-718 stöðina í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmynd: TF3DC.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen + fifteen =