,

TF3WARD VAR QRV Á ALÞJÓÐADAGINN

Kallmerki ÍRA, TF3WARD var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra þriðjudaginn 18. apríl.

Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day en þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum.

TF3WARD var virkjað á alþjóðadaginn frá  félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls voru höfð 390 QSO á 2 metrum FM og 20 metrum SSB og CW. Þar af voru höfð sambönd við 7 íslensk kallmerki.

Sambönd voru höfð við alls 42 DXCC einingar og 10 CQ svæði, þ.á.m. við Ástralíu. TF3JB virkjaði stöðina.

Stjórn ÍRA.

.

Kallmerkið TF3WARD var annars vegar virkjað með ICOM IC-7610 100W HF stöð félagsins á morsi og tali á 14 MHz á alþjóðadaginn og hinsvegar með Yaesu FT-7900 50W VHF/UHF stöð félagsins á FM á 145 MHz. Loftnet á 14 MHz: OptiBeam OB4-20OWA 4 el. Yagi og loftnet á 145 MHz: Diamond X-700HN stangarloftnet. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − 7 =