DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA
Í boði eru alls 19 mismunandi DXCC viðurkenningar, auk heiðursflokks. Þær skiptast eftirfarandi: (1) Tólf „DXCC Band Awards“: 160, 80, 40, 30, 20, 17, 15, 12, 10, 6 og 2 metra, auk 70 sentímetra. (2) Fimm „DXCC Mode Awards“: Mixed, Phone, CW, Digital og gervitungl. (3) „5-Band DXCC“. Og (4) „DXCC Challenge“. Að auki eru skráningar á heiðurslista, þ.e. #1 Honor Roll og Honor Roll.
Hægt er að sækja um 5 banda DXCC þegar safnast hafa staðfest 100 sambönd á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum (alls 500 sambönd). Samböndin þurfa öll að vera við núgildandi einingar. Hægt er að sækja um DXCC Challenge þegar safnast hafa staðfest sambönd við a.m.k. 1000 núgildandi (e. current) bandeiningar (e. band entities). Sambönd á öllum amatörbönd unum eru gild á 160-6 metrum (að undanskildum 60 metrum).
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!