,

VEL HEPPNAÐUR FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Valgeir Pétursson TF3VP stendur hér við RF magnarann og aflgjafann skömmu áður en erindi hans hófst.

Valgeir Pétursson, TF3VP mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. júní og flutti erindið: Samsetning á HF transistormagnara“.

Valgeir skýrði okkur frá í máli og myndum, hvernig smíði RF magnara fyrir HF böndin og 50 MHz fer fram. Hann getur gefið út allt að 1kW og vinnur frá 160-10m, auk 50 MHz. Fram kom hjá Valgeiri, að sumt er heimasmíðað en margt er keypt samsett og jafnvel forprófað, flest það veigamesta frá Jim, W6PQL.

Öll samsetning, uppröðun og fyrirkomulag eininganna var hönnum Valgeirs. Magnarinn var opinn til sýnis á staðnum ásamt aflgjafa og síueiningu og þótti flestum mikið til koma að sjá bæði eljuna og natnina sem lögð hefur verið í verkið.

Valgeir svaraði spurningum, þakkaði Benedikt Sveinssyni, TF3T fyrir dygga aðstoð  og fékk að lokum verðskuldað klapp og þakkir viðstaddra. Menn ræddu síðan málin yfir kaffi fram undir kl. 23:00.

Sérstakir gestir félagsins þetta fimmtudagskvöld voru þeir Daggeir Pálsson, TF7DHP frá Akureyri, Kristján J. Gunnarsson, TF4WD frá Sauðárkróki og Dervin Beldman, PD9DX frá Holten í Hollandi.

Alls voru 35 félagsmenn og 2 gestir í Skeljanesi þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

Erindi Valgeirs hófst stundvíslega kl. 20:30.
Góð mæting var í félagsaðstöðuna þetta fimmtudagskvöld.
Valgeir sýndi fjölmargar glærur frá mismunandi stigum í smíðinni.
“Hvílík fegurð” eins og einn viðstaddra sagði. RF magnarinn var hafður opinn fyrir viðstadda til að skoða. Kassinn er frá W6PQL.
Eftir flutning erindisins var skoðað og spekúlerað. Frá vinstri: Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Valgeir Pétursson TF3VP og Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM.
Sigmundur Karlsson TF3VE, Gísli Guðnason, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Georg Magnússon TF2LL og Andrés Þórarinsson TF1AM.
Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY og Georg Magnússon TF2LL.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VP og Mathías Hagvaag TF3MH. Fyrir aftan: Benedikt Sveinsson TF3T, Dervin Beldman PD9DX og Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK.
Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Einar Kjartansson TF3EK, Daggeir Pálsson TF3DHP, Jón E. Guðmundsson TF8KW og Guðmundur V. Einarsson TF3VL.
Dervin Beldman PD9DX í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Ljósmyndir: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + 6 =