,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 17.-18. JÚNÍ.

ALL ASIAN DX morskeppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. 24:00. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.
https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm

SMIRK keppnin hefst á laugardag 17. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 18. júní kl. 24:00. Keppnin fer fram á tali (SSB) og morsi (CW) á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T)+4 stafa reitur (e. grid square).
http://smirk.info/contest.html

PAJAJARAN keppnin stendur yfir laugardaginn 17. júní frá kl. 00:00 til 23:59. Keppnin fer fram á tali (SSB) á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS+raðnúmer.
https://pbdx-contest.id/

IARU REGION 1 50 MHz keppnin stendur yfir laugardaginn 17. júní frá kl. 14:00 til sunnudags 18. júní kl. 14:00. Keppnin fer fram á tali (SSB) og morsi (CW) á 6 metrum.
Skilaboð: RS(T)+QSO númer+6 stafa reitur (e. grid square).
https://www.iaru-r1.org/wp-content/uploads/2021/03/Rules-2021.pdf

STEW PERRY TOPBAND CHALLANGE keppnin stendur yfir laugardag 17. júní frá kl. 15:00 til sunnudags 18. júní kl. 15:00. Keppnin fer fram á morsi (CW) á 160 metrum.
Skilaboð RST+4 stafa reitur (e. grid square).
https://www.kkn.net/stew/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Heathkit SB-102 var vinsæl 100W HF stöð meðal leyfishafa sem tóku þátt í keppnum á árabilinu 1970-1975 (og lengur), einnig hér á landi. Stöðin vinnur á 80-10 metrum, SSB og CW. Útgangslampar eru 6146. Ljósmynd: SM5DFI.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =