7. Stjórnarfundur ÍRA 2015
Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar
Skeljanesi, 30. júní 2015.
Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 20:30.
Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.
Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3SG og TF8KY.
Fundarritari: TF3KY
Dagskrá
1. Viðfangsefni stjórnar
TF3JA, kallar eftir hugmyndum stjórnarmanna að viðfangsefnum stjórnar. TF3EK leggur fyrir fundinn tillögur að viðfangsefnum stjórnar.
2. Fundargerð
TF3SG, bendir á formgalla á birtingu fundargerða. Vantar að stjórnarmenn hafi tækifæri til yfirlestrar og samþykktar. Ákvörðun. Stjórnarmenn fara yfir fundargerð fyrir birtingu, helst í lok viðkomandi fundar. Í síðasta lagi í upphafi næsta fundar.
3. IARU
Létt frásögn af fundi hjá IARU í Friedrichshafen, en ýtarlegri frásögn frestað.
4. Myndataka
Myndatöku frestað vegna ónægrar mætingar stjórnarmanna.
5. Embætti
Ekki hægt að ræða um skipun í embætti vegna ónægrar mætingar.
6. Aðgangsmál á vef
TF3SG setur spurningu við aðgangsmál að vefumsjónarkerfi, að ekki sé ljóst hvar aðgangur sé of rúmur og hvar aðgangur sé of takmarkaður. TF3JA staðfestir að hann sé að vinna í aðgangsmálum.
7. Útileikar
TF3EK nefnir að útileikarnir séu gott framtak en erfitt sé að átta sig á svæðaskiptingu. Leggur til að tengd verði við vefinn wiki síða til að halda utanum leikreglur. Akvörðun. Skoða það samhliða endurskoðun vefmála sem er á borði TF8KY.
8. Svæðaskipting landsins
TF3SG leggur til að mál um svæðaskilgreiningar landsins sé tekið upp aftur.
9. TF VHF-orginalleikarnir
Ákvörðun. Félagið kynnir leikana en kemur ekki frekar að málinu. Það kemur fram að TF3GL hafi boðist til að sjá um úrvinnslu logga.
10 Dagskrá á fimmtudögum
TF3FIN leggur til að eitt fimmtudagskvöld í mánuði hafi auglýsta dagskrá. Ákvörðun. TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem finnur til umfjöllunarefni fyrir stök fimmtudagskvöld (m.v. eitt í mánuði).
11. Félagsheimilið
TF3SG spyr um framkvæmdir við og í félagsheimili. TF3JA segir að málið sé á dagskrá.
12. Menninganótt
Umræða um að menningarnótt sé notuð til að kynna radíóáhugamálið.
13 Aðgengi að félagsheimili
Rætt um aðgang félagsmanna að aðstöðunni í félagsheimilinu
14. Aðgangur að tækjum
TF3EK leggur til að setja það markmið að auka aðgengi félagsmanna að aðstöðu/tækjum. Ákvörðun. Finna út hvernig hægt er að útfæra það með hliðsjón af öryggismálum. (tók einhver það að sér?)
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!