,

8. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 9. júlí 2015.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 12:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3SG, TF3GB og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. TF3GB

TF3GB tilkynnir uppsögn frá stjórnarstörfum IRA. Stjórn IRA sendir Bjarna bestu þakkir fyrir dygg óeigingjörn störf fyrir félagið. TF8KY er settur ritari þangað til annað er ákveðið og tók við gögnum frá TF3GB.

2. Gesta fyrirlesari

TF8KY kemur með tillögu að atburði í félagsheimili fimmtudaginn 23.júlí. Tillagan er að fá gest frá Dubai, Joel Shelton að nafni til að halda fyrirlestur. Tillagan var samþykkt. TF8KY tekur að sér að óska formlega eftir þessu við Joel og koma þessu í kring.

3. Útileikar

TF3EK tekur að sér að búa til atburð fyrir útileika á facebook. TF3GB er tilbúinn til að taka við loggum og sjá um úrvinnslu þeirra.

4. Lyklamál

Rætt um lyklamál.

5. Lyfta

Rætt um aðgang að lyftu. Mögulegt samstarf við slökkviliðið. TF3JA hefur sambönd um að hægt er að fá lyftu lánaða af og til án endurgjalds sé hún tiltæk. TF3SG á palla sem hann getur lánað ef þeir eru ekki í annari notkun.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

17 − 13 =