9. Stjórnarfundur ÍRA 2015
Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar
Skeljanesi, 21. júlí 2015.
Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.
Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.
Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.
Fundarritari: TF3KY
Dagskrá
1. Tölvupóstur ÍRA
Umræða um samskiptareikninga (tölvupóstföng) félagsins og ná áttum í því hvað er í notkun og hvað er ekki. Rætt um aðgang að cqtf@ira.is, admin@ira.is, ira@ira.is og admin@ira.is. TF3JA tekur að sér að breyta lykilorðum að þessum aðgöngum þar sem langt var síðan það var gert síðast.
2. Ritstjóri CQ TF
TF3EK nefnir að brýnt sé að setja ritstjóra fyrir CQTF. Fundurinn sammála.
3. Vitahelgi
TF3FIN tilkynnir að skráðir hafa verið tveir vitar fyrir vitahelgina. TF3FIN ætlar að semja frétt um vitahelgina sem TF8KY fær í hendurnar til að setja á vefinn.
4. Útivera við Gróttu
TF3JA er búinn að vera að vinna í dagskrá 2015-2016. Útfrá hugmynd TF3FIN um smíðadag er bætt við viðburði í dagskrána ”Útivera við Gróttu” þann 30. ágúst. Þar sem áhersla er lögð á loftnet, heimatilbúin og önnur. TF3FIN býðst til að koma með öflugan loftnetsgreini og aðstoða við að mæla loftnetin. Viðburðurinn ”Útivera við Gróttu” ákveðin þann 30. ágúst.
5. Loftnet
TF3FIN tekur upp umræðu um loftnet ÍRA. Þörf er á að skipta um rotor, laga stög, tjúna og skipta um bolta í turni. Fundurinn tekur stöðu á verkefninu að kaupa nýjan rotor sem fór í biðstöðu vegna ábendingar félagsmanns, sjá grein um rotor hér neðar. Ákveðið að sjá hvort TF3GB sé tilbúinn að stýra verkefninu. Helgin 8.-9. ágúst verður fyrir valinu ef hentar TF3GB (laugardagur eða sunnudagur m.t.t. veðurspár)
6. Rotor
Rætt bréf sem barst frá TF3CY þar sem hann nefnir að Yaesu rotor sem ákveðið var að kaupa sé ekki líklegur til að standast nógu mikið álag þar sem hann hefur reynslu af þeim rotor. Ákveðið að TF3DC og TF3JA fari vandlega yfir rotor-a sem í boði eru og ganga frá kaupum eftir rafrænt samþykki stjórnarmanna.
7. Núll svæðið
TF3EK tillaga varðandi 0-svæðið. TF0 er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins. Mörk svæðisins eru samkvæmt skilgreiningu miðhálendis í landsskipulagi. Þessi skilgreining verði notuð við framkvæmd útileika 2015. Rætt var um tillögu TF3EK m.t.t. gagnrýni sem félagi TF3KB hafði sent stjórninni.
9. Önnur mál
TF8KY leggur til að loka máli sem TF3SG hefur óskað eftir um að orð hans í fundargerð, 6. stjórnarfundar þann 16.06.2015, hafi verið rangt höfð eftir honum. Málinu skal lokað með því að eyða setningunni þar sem þessi orð komu fyrir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!