,

NÝR TURN OG NÝTT YAGI LOFTNET

Nýtt Yagi loftnet fyrir TF3IRA var reist í Skeljanesi þann 2. júlí kl. 15:44. Tengingum og stillingum var lokið í gær, 5. júlí og reyndist standbylgjuhlutfall vera 1.3 eða betra á öllum böndum. Mannvirkið er staðsett í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar).

Nýja loftnetið er 9 staka Yagi frá OptiBeam, gerð OBDYA9-4, fyrir 17, 15, 12 og 10 metra böndin. Rótor er frá Pro.Sis.Tel, gerð PST2051D. Loftnetið situr í u.þ.b. 11 m. hæð á turni sem Benedikt Sveinsson, TF1T gaf félaginu og Georg Magnússon, TF2LL yfirfór fyrir uppsetningu og smíðaði festingar ásamt  rótorfestingu og frágangi á burðarlegu. Loftnetið er fætt með 1/2“ „hardline“ kóaxkapli frá Andrews sem er um 90 m. að lengd.

Báðir framleiðendur veittu félaginu bestu afsláttarkjör. Nettókostnaður félagssjóðs vegna kaupa á loftneti, balun, rótor og stjórnkassa, „hardline“ kóaxi og stýrikapli nemur 210 þúsund krónum. Þá hafa tekjur af sölu radíódóts félagsins á flóamarkaði 9. október 2022 og 7. maí 2023 verið frádregnar.

Sex félagar báru hitann og þungann af uppsetningu og frágangi í Skeljanesi og fá þeir sérstakar þakkir. Það voru Georg Magnússon TF2LL, Sigurður R. Jakobsson TF3CW, Georg Kulp TF3GZ, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Jónas Bjarnason TF3JB og Þórður Adolfsson, TF3DT sem gaf alla vinnu og kom með vörubíl með krana í tvö skipti, sem reyndist ómetanlegt framlag.

Ennfremur ber að þakka Benedikt Sveinssyni TF3T, Heimi Konráðssyni TF1EIN, Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, Jóni Guðmundssyni TF3LM og Þorvaldi Bjarnasyni TF3TB fyrir aðstoð í sambandi við verkefnið.

Stjórn ÍRA.

Allt næstum orðið klárt fyrir að hífa. TF3DT búinn að festa tóið og TF3CW og TF2LL festa flutningslínurnar í turninn.
Turninn meir en hálfnaður í lokastöðu.
Nýi turninn var reistur sunnudaginn 2. júlí. Þá var klukkan 15:44.
Að loknu frábæru dagsverki. Sæmundur TF3UA, Georg TF2LL og Sigurður TF3CW. Á myndina vantar Þórð TF3DT, sem var farinn þegar myndin var tekin. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × two =