,

VHF/UHF LEIKAR 2023; ÚRSLIT

Kæru félagar!

Lokatölur VHF-UHF leika 2023.

TF1AM (Andrés) fór á kostum og sigrar með yfirburðum. Vel gert Andrés 👏👏 Þetta var verðskuldaður sigur. Andrés var víðförull og var þvílíkt á ferðinni þótt það hálfa hefði verið nóg!! Ók yfir 1000km fyrir leikinn held ég að hann hafi sagt. Já hann tók þetta alla leið!! Virkjaði fimm 4ra stafa reiti ( HP75, HP84, HP85, HP93 og HP94 ) og landaði 185.380 stigum.

TF2MSN ( Óðinn ) sigrar örugglega í flokki fjölda sambanda. Hann var alltaf að, notaði öll bönd og virtist hlusta alls staðar samtímis. Það var sama hvenær var kallað og á hvaða tíðni. Alltaf svarar Óðinn. Vel gert Óðinn, alvöru virkni 👏👏. Óðinn landaði 215 samböndum í leiknum. Verðskuldað! QSO kóngur 2023!!

Ánægjulegt að sjá þá TF4WD og TF3PKN taka þátt með EchoLink sambandi um endurvarpann í Bláfjöllum. Sjáum kannski meira svona í næstu páskaleikum. Þá hafa stöðvar utan VHF/UHF svæðis möguleika á EchoLink og 80m. Þetta gerir þetta bara skemmtilegra.

Stórkostleg skemmtun allan tímann. Góð virkni, 22 stöðvar spiluðu til stiga í VHF-UHF leikum í þetta skiptið og mikil „traffík“ allan tímann.

Takk fyrir þátttökuna félagar! Flottir radíóamatörar!

73 de TF8KY

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 − 4 =