,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS

Haustnámskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið 25. september til 7. nóvember n.k.

Námskeiðið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík og samtímis í boði í staðnámi og fjarnámi. Hægt verður að mæta í kennslustofu í HR þegar það hentar og/eða taka þátt yfir netið þegar það hentar. Miðað er við próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis laugardag 11. nóvember.

Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30 í kennslustofu M-117.

Námskeiðsgjald er kr. 22.500. Miðað er við að greiðsla hafi borist til gjaldkera fyrir 3. september n.k. Í framhaldi (þann 11. september) verður námsefni á prenti póstlagt. Greiðsluupplýsingar: http://www.ira.is/skraning-a-namskeid/  Bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til þeirra sem sækja námskeiðið.

Sjá meðfylgjandi vefslóðir um skipulag námskeiðsins, samantekt á vefslóðir um námsefni og kynningarefni um amatör radíó og félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA).

Fyrirspurnum má beina póstfang félagsins:ira@ira.is

Stjórn ÍRA.

Skipulag: https://tinyurl.com/namsk-haust23
Vefslóðir á námsefni: https://tinyurl.com/namsefni-haust23
Kynningarefni: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/12/Kynning-2022.pdf

Loftmynd af Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd: HR.
Mynd úr kennslustofu HR á námskeiði ÍRA til amatörprófs í fyrra. Þá voru alls 19 skráðir; þar af voru 10 tengdir yfir netið í fjarnámi.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =