,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2023

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin helgina 19.-20. ágúst. Vefslóð viðburðarins: https://illw.net/index.php/entrants-list-2023

Einn íslenskur viti hafði verði skráður í dag 16. ágúst. Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun virkja vitann um QO-100 gervihnöttinn.

Bestu þakkir til Ara Þórólfs fyrir fyrir gott framtak.

Stjórn ÍRA.

Knarrarósviti er staðsettur sunnan við Stokkseyri. Hann er sá viti sem íslenskir radíóamatörar hafa oftast virkjað á vita- og vitaskipahelgi hér á landi, eða 21 sinni frá 1998. Vitinn verður því QRV í 22. skipti á Vita- og vitaskipahelginni 2023. Ljósmyndin var tekin árið 2005 af TF3AO.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − 5 =