,

15. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. nóvember 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3SG, TF3DC, TF3EK og TF8KY.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Dagskrá lögð fram til samþykktar

Engar athugasemdir frá stjórn.

2. Fundargerðir starfsársins lagðar fram til samþykktar

Fundargerðir 8. og 9. stjórnafunda ræddar. Engar athugasemdir vegna þeirra né fyrri fundargerða starfsársins.

3. Skipan stjórnar

Vegna úrsögnar TF3ABN (TF3FIN) úr stjórn ÍRA þann 15. nóv: TF3JA leggur til að TF3EK taki sæti varaformanns sem stjórnin samþykkir. TF3SG kemur inn í stjórn sem meðstjórnandi.

4. Skipun í ýmis embætti

TF3JA óskar eftir athugasemdum um það að hann sé IARU tengiliður. Engar athugasemdir um það frá stjórnarmönnum. Einnig er TF3JA ritstjóri CQ-TF og stöðvarstjóri. TF8KY leggur til að auglýst sé t.d. á heimasíðu ÍRA eftir embættismönnum. Rætt um stöðvarstjóraembættið TF3SG leggur til að rifjað sé upp hvernig þetta embætti er hugsað. T.d. var áður laggt upp með að þetta embætti væri skipað fleirum ein einum. TF3JA leggur til að hver og einn stjórnarmaður skrifi sitt álit á þessu embætti. TF3JA og TF3EK ætla að klára þetta mál.

5. Undirbúningur fyrir fund 10. desember hjá F4X4

Snorri TF3IK verður með kynningu. Tilgangur fundar er að bera saman þessi áhugamál og sjá hvaða samleið þau geta átt. ÍRA þarf að greiða 10.000,- kr. fyrir notkun á salnum. Stjórnin samþykkir það.

6. Félagsfundur 14. janúar 2016

TF3JA vill halda félagafund til að félagsmenn geti komið með tillögur og sínar skoðanir á stefnu félagsins. Eitt á dagskránni mættu vera störf laganefndar. Sjá hvort laganefnd geti þar greint frá starfi sínu.

Hlutir sem mega vera á dagskrá:

  1. Lögin
  2. Stefna, hvað vilja félagsmenn að félagið geri?
  3. Afmælisárið, hvað vilja félagsmenn að gert verði? – rætt um hver gæti haft umsjón með viðburði.
7. Önnur mál

TF3SG vill vita hvort TF3CY hafi fengið svör við tillögum hans til loftnetamála. Stjórn ætlar að svara honum. Umræðan fór fram á stjórnarfundum 4 og 5. Stjórn er sammála sumum tillögum hans.

CQ-TF og prófnefnd. Umfjöllun skal sett í CQ-TF um fundinn með prófnefndinni. Umræðu varðandi prófnefnd frestað til næsta stjórnarfundar. TF3JA leggur til að fundargerð frá prófnefndarfundi liggi fyrir þá og verði tekin fyrir.

Almennt um námskeið og próf. Rætt um hlutverk félagsins og tilgang prófnefndar og hvað mætti gera betur. Námskeiðanefnd? Ætti félagið að finna einhverja leið til að hjálpa þeim nemendum sem vilja og telja sig þurfa. Hjálpin gæti falist í einhversskonar aukatíma þar sem leiðbeinandi greinir hvar þarf að skerpa á skilningi og aðstoða nemanda við að ná tökum á efninu.

Fundurinn með PFS. TF3SG óskar eftir fundargerð frá PFS fundinum sem TF3JA og TF8KY mættu á. TF3JA og TF8KY staðfesta að það stendur til að skila fundargerð eins og ákveðið var á 9. stjórnarfundi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 4 =