DISKLOFTNET UPPFÆRT FYRIR TF3IRA
Visiosat diskloftnet TF3IRA fyrir fjarskipti um QO-100 gervitunglið var uppfært í Skeljanesi í fyrradag, 22. ágúst.
Það voru Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ og Jónas Bjarnason TF3JB sem mættu í Skeljanes eftir vinnu. Verkefni dagsins var að skipta út sérhæfðu LNB (e. low-noise block downconverter) við disknetið og koma fyrir og tengja „IceConeFeed v2“.
Allt gekk að óskum og er loftnetið nú búið sérhæfðu Ankaro LNB frá PE1CMO og „IceConeFeed v2“ sérhæfðu „Helix Feed“ frá Nolle Engineering https://nolle.engineering/en/product/icfv2/ Eftir er að uppfæra aðstæður/tengingar í fjarskiptaherbergi TF3IRA.
Forsaga málsins er sú, að í ljós kom 24. mars s.l. að LNB við disknetið þurfti endurnýjunar við þegar TF1A prófaði búnaðinn. Ari var þá að undirbúa erindi sitt „Ódýrar lausnir til sendingar merkja um QO-100“ sem haldið var daginn eftir, þann 25. mars. Erindið var haldið á tilsettum tíma, en án þess að fara í loftið um QO-100 frá félagsstöðinni eins og fyrirhugað var.
Í framhaldi var nýtt LNB pantað frá PE1CMO sem kom til landsins 2. júní s.l. Félagið hafði áður keypt „IceConeFeed v2“ frá Nolle sem var tilbúið. Það var síðan í fyrradag, 23. ágúst sem tími vannst til uppsetningar á nýjum búnaði.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3A og Georgs Kulp, TF3GZ fyrir góða aðstoð við að gera TF3IRA QRV um QO-100 gervitunglið á ný.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!