,

WAE KEPPNIN Á SSB ER UM HELGINA

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. SSB hlutinn er haldinn nú um helgina 9.-10. september. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð í mest 36 klst.

Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RS+raðnúmer. Í keppninni gefa QTC skilaboð punkta aukalega.

Sambönd við hverja nýja DXCC einingu (e. entity) gilda sem margfaldarar, auk sambanda við hvert nýtt kallsvæði í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður-Afríku,  Japan og Brasilíu, auk kallsvæðanna RA8 og RA9.

Margfaldarar hafa aukið vægi eftir böndum; á 80 metrum fjórir, á 7 MHz þrír og á 14/21/28 MHz tveir.

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

Sjá nánar í reglum:  https://www.darc.de/der-club/referate/conteste/wae-dx-contest/en/

.

UM QTC Í WAE KEPPNUM
Í WAE keppnunum má fá aukapunkta með því að skiptast á skilaboðum (QTC) við aðra keppendur. Gilt QTC þarf að innihalda tíma, kallmerki og raðnúmer. Dæmi: „1307 W1AW 431“. Það þýðir að haft hafi verið samband við W1AW kl. 13.07 GMT og að sent raðnúmer var 431.

Aðeins má nota QSO einu sinni sem QTC og ekki er heimilt að senda QSO sem QTC til stöðvar sem samband var haft við í keppninni. Sérhvert rétt móttekið QTC gefur sendanda og móttakanda 1 stig. Tvær stöðvar geta mest skipst á 10 QTC. Viðkomandi stöðvar mega hafa fleiri en eitt samband til að ná þeim QTC fjölda.

QTC eru send sem raðir (e. series). QTC er skilgreint sem runa (e. block) sem samanstendur að lágmarki af einu QTC en að hámarki 10. QTC raðir eru númeraðar á eftirfarandi hátt: Fyrri tölustafurinn er hækkandi raðnúmer og sá síðari táknar fjölda QTC í röð. Dæmi: „QTC 3/7“ táknar þriðju QTC röð sem inniheldur 7 QTC“. Sérhverja QTC röð sem er send eða móttekin þarf að færa í keppnisdagbók, þ.e. „QTC númer, tíma og band“ þess sambands sem er að baki QTC sendingarinnar.

(Ath. Að þessar upplýsingar eiga við mors- og talhluta WAE keppnanna).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 2 =