,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HEFST Í DAG

Námskeið ÍRA til amatörprófs hefst í dag, mánudag 25. september kl. 18:30 í Háskólanum í Reykjavík. Lengd námskeiðs er 7 vikur / 62 klst. og lýkur 7. nóvember. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.

Alls eru skráðir 30 þátttakendur.

Kennt verður í stofu M117 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Zoom.

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í HR laugardaginn 11. nóvember og hefst kl. 10:00 árdegis.

Vefslóð á skipulag námskeiðs: http://www.ira.is/namskeid/

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − 10 =